Mætt á svæðið.....

Já, þá er maður komin í heim hinna fullorðnu bloggara Grin  loksins - enda er maður að detta inn á nýjan tug bráðum í aldrinum......

Hef verið að spá voða mikið í því hvort maður eigi að vera að tjá sig hérna.  Og þar sem ég nenni ekki út í þetta ótrúlega, óendanlega leiðinlega veður, og sjónvarpsdagskráinu svipað leiðinleg og veðrið, ákvað að ég að láta slag standa. Só hír æ em  Tounge

Hef verið að kíkja á fréttir um hann Bobba hinn mikla skákmann, sem er reyndar látinn og blessuð sé minning hans, og verð að segja að ég er ekki alveg að skilja.  Fyrst komu þau leiðinlegu tíðindi að hann væri látinn, og í framhaldi fór fólk að velta því fyrir sér (eða þessir fáu skákmenn sem hafa látið mikið og hátt í sér heyra) hvort það ætti að jarðsetja hann á Þingvöllum.  Þá spyr ég, hvað í ósköpunum hefur þessi maður gert fyrir okkur sem þjóð?  Og afhverju á hann meiri rétt á að hvíla í þjóðarreit okkar Íslendinga, þar sem hann er rétt búin að vera Íslendingur í hva..... ár??  Þá finndist mér að Laxnessinn hefði átt meira erindi þangað, en jæja, Bobbinn endaði ekki þar.  En var jarðsunginn í kirkjugarði á suðurlandinu - án þess að sóknarpresturinn vissi, var jarðaður að kaþólskum sið - þótt að fólk viti ekki hvort hann hafi verið kaþólskur eða ekki...... finnst þetta obbulítið skrítið.  En fólk fær að ráða sínni hinstu för, og það er gott mál.  Núna er verið að spá í að reisa minnisvarða um hann á Íslandi, enn og aftur spyr ég, hvað hefur þessi maður gert merkilegt fyrir okkur sem þjóð, veit aftur um fleiri sem eiga meira skilið að fá styttu, minnisvarða eða eitthvað, og hafa virkilega gert eitthvað fyrir okkur sem þjóð..........

Æji, ég er ekkert að missa svefn yfir þessu, finnst við bara vera voða upptekin að því að Bobbinn hafi verið selebretí og að við þurfum að gera eitthvað í því, og allt voða gott með það.  Það eru bara margir aðrir Íslendingar að gera góða hluti fyrir okkur, ekki gleyma því...

Elskið friðinn og biðjum Guð um betra veður.....


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæææææl

Líst vel á fá svona siðmenntað blogg frá þér.   Vildi bara benda þér á eina frétt sem þú getur lesið og baunað á .... hér er slóðin http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2008/01/28/profskirteini_fra_mcdonalds/ 

Alveg spurning um að vera meira öpdeituð og skoða fréttirnar svona af og til....neihhh..djók

finnst þetta súpergott framtak hjá þér og legg ég svo til og mælu um að þú auglýsir þessa síðu nú hjá þér :)

Ásdís (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 23:21

2 identicon

hahahahahaha..... þetta er djók í brók.

imo (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Imó segir frá.....

Höfundur

Inga Magga
Inga Magga
Ósköp venjuleg manneskja, sem finnst lífið yndislegt. Lífsmottó: *vandamál eru verkefni sem hægt er að leysa* *brostu og heimurinn mun brosa til þín* *Í dag er dagurinn sem Guð hefur gefið þér, farðu vel með hann*
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband