Færsluflokkur: Bloggar

Er fólk alveg að tapa sér???

Hvað er að gerast með fólk???  Má ekki neitt lengur?? 

Bannað að drepa ísbirni - segir fólkið sem er pakkað inn í bómul og hefur aldrei komið í sveit, hvað þá nálægt einhverju öðrum dýrum en flugum...... ef það er svo gott.

Svo sætt að sjá hvalina á Akureyri..... hvalir eiga ekki að vera svona nálægt landi.... það er þeim ekki eðlislægt, það er eitthvað að.....

 Og Lundinn... það má bara alveg éta hann.  Við erum með flott fólk og vel hæft sem hefur eftirlit með veiðum á fuglum og fiskum og hefur miklu meira vit á þessu en við.  Bara leyfa þeim að vinna vinnuna sína og við að fara að njóta lífsins..

 ..... nema þetta tuð sé af því að fólk hefur EKKERT annað að gera.... hver veit!!!!


mbl.is Áhorfendum hryllti við lundaáti Ramsay
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

allt er falt!!!

Já, það er heldur betur hægt að selja allt.  En hvað er kona að gera með súkkulaðistykki undir sófapullunni sinni í 5 ár???  Ef ég myndi finna súkkulaðistykki undir sófapullunni minni í pakkanum og öllu, þá myndi ég bara borða það!!!!  En ég náttúrulega þríf heima hjá mér aðeins oftar en á 5 ára fresti, svo það nær ekki að verða útrunnið!!!

Ég þekki reyndar einn sem á Ora dós með grænum baunum, sem hann er búin að geyma síðan 1999, minnir mig.  Hmmm... hann gæti stórgrætt!!!! 


mbl.is Gott verð fyrir gamalt súkkulaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

gargandi snilld...

Hahahahahahaha.... ohh vá hvað þetta er fyndið.  Hverjum í veröldinni datt þetta í hug??? og á hverju var nefndin sem samþykkti þessa tillögu??? 

Ekki það að mér er alveg sama hvað þjóðverjar eru að gera, langar bara ekki að lenda í flugi með þýskum náttúruhyggjusinna þegar hann ákveður að hátta sig í almennu flugi, með þeim tilgangi að mótmæla því að þetta sé ekki leyfilegt í öllu flugi.   Hvar ætla þjóðverjarnir að setja brauðið sitt sem þeir klára ekki (og eru vanir að stinga inn á sig)???   Aumingjas fólkið sem er að þrífa vélina á eftir!!!   Það er kannski bara nakið líka og fílar að þrífa flugvel sem ilmar af allskonar líkamslykt.....  maður spyr sig??


mbl.is Óvenjuleg ferðamennska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lumar þú á góðri sögu???

Já.... það er nú meira hvað við erum forvitin um að vita nákvæmlega hvernig nýtt líf verður til.... vitum nú reyndar hvað þarf til að kveikja nýtt líf, ætlaði ekki út í þá sálma, en það sem gerist í framhaldi er óneitanlega spennandi.

Nýtt líf skapar í flestum tilfellum óendanlega hamingju og gleði hjá fólki.... og svo í framhaldi margar pælingar varðandi litlu veruna sem er að taka á sig mannsmynd með búsetu í bumbu tilvonandi lífmóður.  En það er einmitt þetta ferli sem ég er að tala um. 

Einu sinni heyrði maður sögur og frásagnir eins og;

* ef maðurinn er í ullarsokkum við getnað, kemur stelpa

* ef bumban er framstæð er það pottþétt strákur

* barnshafandi kona má alls ekki drekka úr glasi með sprungu, því þá fær barnið skarð í vör

* ef barnshafandi kona sér mús og bregður á meðgöngunni, fær barnið loðnari augabrún öðru megin. 

Án efa fleiri skemmtilegar sögur til.... en  núna í dag er hægt að fara í þrívíddarsónar og fylgjast með öllu saman, foreldrar og skyldmenni búin að sjá frá hvoru foreldrinu barnið fær nebbann, eða hvort það verður hárprútt.  Tala nú ekki um kynið, og oft er búið að skíra bumbuna nokkrum vikum áður en barnið er væntanlegt í heiminn. 

Mér finnst svo gaman að heyra af þessum gömlu góðu hjátrúm varðandi meðgöngur.....

hefur þú einhverja skemmtilega sögu?????

 


Mætt á svæðið.....

Já, þá er maður komin í heim hinna fullorðnu bloggara Grin  loksins - enda er maður að detta inn á nýjan tug bráðum í aldrinum......

Hef verið að spá voða mikið í því hvort maður eigi að vera að tjá sig hérna.  Og þar sem ég nenni ekki út í þetta ótrúlega, óendanlega leiðinlega veður, og sjónvarpsdagskráinu svipað leiðinleg og veðrið, ákvað að ég að láta slag standa. Só hír æ em  Tounge

Hef verið að kíkja á fréttir um hann Bobba hinn mikla skákmann, sem er reyndar látinn og blessuð sé minning hans, og verð að segja að ég er ekki alveg að skilja.  Fyrst komu þau leiðinlegu tíðindi að hann væri látinn, og í framhaldi fór fólk að velta því fyrir sér (eða þessir fáu skákmenn sem hafa látið mikið og hátt í sér heyra) hvort það ætti að jarðsetja hann á Þingvöllum.  Þá spyr ég, hvað í ósköpunum hefur þessi maður gert fyrir okkur sem þjóð?  Og afhverju á hann meiri rétt á að hvíla í þjóðarreit okkar Íslendinga, þar sem hann er rétt búin að vera Íslendingur í hva..... ár??  Þá finndist mér að Laxnessinn hefði átt meira erindi þangað, en jæja, Bobbinn endaði ekki þar.  En var jarðsunginn í kirkjugarði á suðurlandinu - án þess að sóknarpresturinn vissi, var jarðaður að kaþólskum sið - þótt að fólk viti ekki hvort hann hafi verið kaþólskur eða ekki...... finnst þetta obbulítið skrítið.  En fólk fær að ráða sínni hinstu för, og það er gott mál.  Núna er verið að spá í að reisa minnisvarða um hann á Íslandi, enn og aftur spyr ég, hvað hefur þessi maður gert merkilegt fyrir okkur sem þjóð, veit aftur um fleiri sem eiga meira skilið að fá styttu, minnisvarða eða eitthvað, og hafa virkilega gert eitthvað fyrir okkur sem þjóð..........

Æji, ég er ekkert að missa svefn yfir þessu, finnst við bara vera voða upptekin að því að Bobbinn hafi verið selebretí og að við þurfum að gera eitthvað í því, og allt voða gott með það.  Það eru bara margir aðrir Íslendingar að gera góða hluti fyrir okkur, ekki gleyma því...

Elskið friðinn og biðjum Guð um betra veður.....


Um bloggið

Imó segir frá.....

Höfundur

Inga Magga
Inga Magga
Ósköp venjuleg manneskja, sem finnst lífið yndislegt. Lífsmottó: *vandamál eru verkefni sem hægt er að leysa* *brostu og heimurinn mun brosa til þín* *Í dag er dagurinn sem Guð hefur gefið þér, farðu vel með hann*
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband