Lumar þú á góðri sögu???

Já.... það er nú meira hvað við erum forvitin um að vita nákvæmlega hvernig nýtt líf verður til.... vitum nú reyndar hvað þarf til að kveikja nýtt líf, ætlaði ekki út í þá sálma, en það sem gerist í framhaldi er óneitanlega spennandi.

Nýtt líf skapar í flestum tilfellum óendanlega hamingju og gleði hjá fólki.... og svo í framhaldi margar pælingar varðandi litlu veruna sem er að taka á sig mannsmynd með búsetu í bumbu tilvonandi lífmóður.  En það er einmitt þetta ferli sem ég er að tala um. 

Einu sinni heyrði maður sögur og frásagnir eins og;

* ef maðurinn er í ullarsokkum við getnað, kemur stelpa

* ef bumban er framstæð er það pottþétt strákur

* barnshafandi kona má alls ekki drekka úr glasi með sprungu, því þá fær barnið skarð í vör

* ef barnshafandi kona sér mús og bregður á meðgöngunni, fær barnið loðnari augabrún öðru megin. 

Án efa fleiri skemmtilegar sögur til.... en  núna í dag er hægt að fara í þrívíddarsónar og fylgjast með öllu saman, foreldrar og skyldmenni búin að sjá frá hvoru foreldrinu barnið fær nebbann, eða hvort það verður hárprútt.  Tala nú ekki um kynið, og oft er búið að skíra bumbuna nokkrum vikum áður en barnið er væntanlegt í heiminn. 

Mér finnst svo gaman að heyra af þessum gömlu góðu hjátrúm varðandi meðgöngur.....

hefur þú einhverja skemmtilega sögu?????

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Imó segir frá.....

Höfundur

Inga Magga
Inga Magga
Ósköp venjuleg manneskja, sem finnst lífið yndislegt. Lífsmottó: *vandamál eru verkefni sem hægt er að leysa* *brostu og heimurinn mun brosa til þín* *Í dag er dagurinn sem Guð hefur gefið þér, farðu vel með hann*
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband